Erlent

Sautján láta lífið í sprengjuárás í Alsír

Afleiðingar sprengjuárásar í Alsír fyrr á þessu ári.
Afleiðingar sprengjuárásar í Alsír fyrr á þessu ári. MYND/AFP

Sautján létu lífið í sprengjuárás í borginni Dellys í austurhluta Alsír í morgun og 30 særðust. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bifreið sem stóð á hafnarsvæði borgarinnar.

Talið er líklegt að sprengjunni hafi verið beint gegn herstöð sem staðsett er við höfnina. Á fimmtudaginn létust tuttugu í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Batna en sprengjan sprakk í miðjum mannfjölda sem hafði safnast saman til að fagna komu forseta Alsír.

Átök milli herskárra múslima og stjórnvalda í Alsír hafa staðið yfir síðan árið 1992. Talið er að um 200 þúsund manns hafi látið lífið frá því átökin hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×