Erlent

Boða nýtt myndband með Osama bin Laden

Úr myndbandi með Osama bin Laden sem sett var á Netið í júlímánuði síðastliðnum.
Úr myndbandi með Osama bin Laden sem sett var á Netið í júlímánuði síðastliðnum. MYND/AFP

Nýtt myndband af Osama bin Laden, leiðtoga Al-Kaída samtakanna, verður brátt sent til fjölmiðla samkvæmt íslamskri vefsíðu. Myndbandið var gert í tilefni af sex ára afmæli árásanna á tvíburaturnana í New York 11. september næstkomandi. Á vefsíðunni má sjá nýja ljósmynd af Osama bin Laden sem tekin er úr myndbandinu.

Á vefsíðunni kemur ekki fram hvenær myndbandið verður sent fjölmiðlum. Á ljósmyndinni sem tekinn er úr myndbandinu sést Osama bin Laden. Lítur hann út fyrir að vera nokkuð eldri en á þeim ljósmyndum sem nú þegar eru til af honum og þykir þetta sanna að um nýtt myndband sé að ræða.

Síðast heyrðist af Osama bin Laden í júlímánuði síðastliðinum þegar hljóðband með honum var sett á Netið. Þar upphóf Bin Laden píslarvættisdauða og talaði um Múhameð spámann.

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sett rúma þrjá milljarða íslenskra króna til handa hverjum þeim sem hefur hendur í hári Bin Laden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×