Erlent

Foreldrar Madeleine að skilja -portúgalskir fjölmiðlar

Óli Tynes skrifar
Gerry og Kate McCann.
Gerry og Kate McCann.
Foreldrar Madeleine McCann eru að því komin að skilja, að sögn fjölmiðla í Portúgal. Hjónin hafa haldið til í Portúgal síðan dóttir þeirra hvarf fyrir tæpum fjórum mánuðum. Þau segjast enn sannfærð um að litla telpan finnist á lífi. Portúgalskir fjölmiðlar virðast orðnir þreyttir á þeim og hafa birt um þau margar særandi fréttir. Gerry og Kate McCann eiga nú í málaferlum við blað sem hélt því blákalt fram að þau hefðu sjálf valdið dauða dóttur sinnar.

Blaðið sagði að sprautunál hefði fundist í barnaherbergi hjónanna. Í henni hefði verið svefnmeðal. Blaðið gerði því skóna að hjónin hefðu svæft börn sín til þess að geta sjálf farið út að skemmta sér. Þau hefðu gefið Madeilene of stóran skammt, sem dró hana til dauða. Þau hafi þá falið líkið til þess að firra sig sök. Gerry og Kate eru bæði læknar.

Og nýjustu fréttirnar í portúgölskum fjölmiðlum eru þær að McCann hjónin séu að skilja. Vinir þeirra vísa þessu á bug í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina. Segja að hinir skelfilegu erfiðleikar undanfarna mánuði hafi þvert á móti fært þau nær hvort öðru og styrkt samband þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×