Ég er svo ánægður að vera hérna uppá konunni minni Óli Tynes skrifar 31. ágúst 2007 14:26 Wong hafði ekki hugmynd um hvað vesturlandabúinn var að rugla. Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Það var til dæmis ástralski diplómatinn í París sem vildi skjalla franska gesti sína. Hann sagði þeim að þegar hann liti um öxl skiptist líf hans í diplómasíunni í tvennt. Það væru leiðinlegir staðir sem hann hefði verið sendur á....og svo París. Á sinni ágætu frönsku sagði hann; "Þegar ég lít á afturendann á mér sé ég að hann skiptist í tvennt." Woolcott rifjar upp þegar hann sjálfur flutti ræðu þegar hann var sendur til Palembang í Indónesíu. Woolcott sagði á ensku; "Fyrir mína hönd og eiginkonu minnar langar mig til að segja ykkir hvað ég er ánægður með að vera kominn hingað til Palembang." Eitthvað var túlkur hans ekki sterkur á svellinu því þýðing hans var á þessa leið; "Mig langar til að segja ykkur hvað ég er ánægður með að vera uppá konunni minni hér í Palembang." Kevin Rudd, leiðtogi ástralska verkamannaflokksins er rómaður tungumálamaður. Hann var þó ekki búinn að fullnema sig í kínversku þegar hann sagði í Peking; "Ástralía og Kína eru að njóta sameiginlegrar fullnægingar í samskiptum sínum." Richard Woolcott segir að stundum séu bestu þýðingarnar alls engar þýðingar. Eins og diplomatinn sem sagði langan brandara í veislu í Suður-Kóreu. Túlkurinn skildi ekkert í brandaranum. Engu að síður sagði hann nokkur orð í hátalarann. Og gestirnir veltust um af hlátri og klöppuðu ákaft. Diplomatinn hrósaði túlki sínum í hástert fyrir hæfnina en hann svaraði; "Í hreinskilni sagt ráðherra þá skildi ég ekki brandarann þinn. En ég sagði við fólkið á kóresku að ráðherrann hefði nú sagt skyldu-brandarann sinn. Og ég bað það um að hlæja hátt og innilega og klappa. Best of Óli Tynes Erlent Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Það var til dæmis ástralski diplómatinn í París sem vildi skjalla franska gesti sína. Hann sagði þeim að þegar hann liti um öxl skiptist líf hans í diplómasíunni í tvennt. Það væru leiðinlegir staðir sem hann hefði verið sendur á....og svo París. Á sinni ágætu frönsku sagði hann; "Þegar ég lít á afturendann á mér sé ég að hann skiptist í tvennt." Woolcott rifjar upp þegar hann sjálfur flutti ræðu þegar hann var sendur til Palembang í Indónesíu. Woolcott sagði á ensku; "Fyrir mína hönd og eiginkonu minnar langar mig til að segja ykkir hvað ég er ánægður með að vera kominn hingað til Palembang." Eitthvað var túlkur hans ekki sterkur á svellinu því þýðing hans var á þessa leið; "Mig langar til að segja ykkur hvað ég er ánægður með að vera uppá konunni minni hér í Palembang." Kevin Rudd, leiðtogi ástralska verkamannaflokksins er rómaður tungumálamaður. Hann var þó ekki búinn að fullnema sig í kínversku þegar hann sagði í Peking; "Ástralía og Kína eru að njóta sameiginlegrar fullnægingar í samskiptum sínum." Richard Woolcott segir að stundum séu bestu þýðingarnar alls engar þýðingar. Eins og diplomatinn sem sagði langan brandara í veislu í Suður-Kóreu. Túlkurinn skildi ekkert í brandaranum. Engu að síður sagði hann nokkur orð í hátalarann. Og gestirnir veltust um af hlátri og klöppuðu ákaft. Diplomatinn hrósaði túlki sínum í hástert fyrir hæfnina en hann svaraði; "Í hreinskilni sagt ráðherra þá skildi ég ekki brandarann þinn. En ég sagði við fólkið á kóresku að ráðherrann hefði nú sagt skyldu-brandarann sinn. Og ég bað það um að hlæja hátt og innilega og klappa.
Best of Óli Tynes Erlent Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira