Erlent

Eru að ná tökum á eldunum

Allt útlit er fyrir að slökkviliðsmenn í Grikklandi nái tökum á skógareldum sem logað hafa í suðurhluta landsins. Í nótt tókst að slökkva um tug elda á Pelópsskaga og loga eldar á tuttugu og fimm stöðum. Hugsanlega verður búið að ráða niðurlögum allra eldanna í kvöld, en vind hefur lægt. Að minnsta kosti secxtíu og fjórir hafa látið lífið af völdum eldanna og yfir þrjú þúsund hafa misst heimili sín.

Talið er að hátt í nítján hundruð ferkílómetrar af landi hafi brunnið og munu eldarnir hafa mikil áhrif á dýralíf landsins. Þúsundir villtra dýra sem bjuggu í skógum landsins hafa drepist eða misst heimkynni sín. Talið er að það taki áratugi fyrir vistkerfi skóganna að jafna sig að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×