Erlent

Mínútuþögn á Goodison leikvanginum til að minnast drengsins sem var myrtur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mínútuþögn var fyrir leikinn til að minnast Jones.
Mínútuþögn var fyrir leikinn til að minnast Jones. Mynd/ AFP

Mínútuþögn var fyrir leik Everton og Blackburn á Goodison leikvanginum í dag til minningar um Rhys Jones, ellefu ára dreng sem var myrtur á miðvikudaginn. Bæði liðin léku með svört sorgarbönd. Öll breska þjóðin er harmi slegin vegna atviksins.

Rhys Jones var skotinn í hálsinn á miðvikudaginn þegar hann var að spila fótbolta með vinum sínum á bílastæði í Liverpool. Vitni segja að morðinginn hafi verið á hjóli og með lambhúshettu sem huldi andlit hans. Hann skaut þremur skotum í átt að Rhys áður en hann hjólaði í burtu.

Foreldrar Rhys minnast hans.Mynd/ AFP
Foreldrar Rhys táruðust þegar þau þau lásu bréf sem vinir Rhys skrifuðu til minningar um hann. Í bréfinu stóð meðal annars. „Manstu þegar við vorum á veitingastaðnum saman. Þá vorum við að spjalla saman og hlæja af því hvað þú hélst mikið upp á Everton. Þú bjóst meira að segja til Everton merki. Vinirnir skrifa líka „Þú áttir þetta ekki skilið. Þú varst bara lítill strákur. Mamma þín og pabbi og Owen bróðir voru svo stolt af þér."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×