Neitar að hafa orðið Madeleine að bana Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. ágúst 2007 11:46 Kate McCann og Gerry maður hennar eru sökuð um að hafa orðið Madeleine litlu að bana. Mynd/ AFP Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs. Blaðið hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Gerry segir fullyrðingarnar vera rógburð. Blaðið Tal & Qual fullyrti að lögreglan ynni samkvæmt þeirri kenningu að McCann hjónin hefðu óvart gefið stúlkunni ofskammt af lyfjum. Síðan hefðu þau hylmt yfir andlátið og losað sig við lík stúlkunnar. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er algjör vitleysa, eintómar getgátur, tómt rugl. Þetta er ótrúlega særandi. Jafnvel þótt einhver gæti ímyndað sér þetta þá eru engar sannanir," sagði Gerry í samtali við fjölmiðla. „Lögreglan telur að foreldrarnir hafi myrt Madeleine," var skrifað á forsíu Tal & Qual. Blaðamaðurinn sagði að ekki ætti að ýta til hliðar þeirri tilgátu að litla telpan hafi látist vegna ofnotkunar lyfja. Annað dagblað greindi frá því að blóðblettir hefðu fundist í bíl sem foreldrarnir höfðu tekið á leigu. Bæði blöðin sögðu að upplýsingar þeirra kæmu frá hátt settum lögreglumönnum. Gerry sagði að honum hryllti við ef portúgölsk yfirvöld væru að leka upplýsingum um rannsóknina. Portúgölsk yfirvöld stærðu sig af því að geta haldið rannsóknarupplýsingum leyndum. Blaðamaður Tal & Qual segist ekki geta upplýst hver heimildarmaður hennar sé en hann sé nátengdur rannsókninni. „Þetta er ekki mín persónulega skoðun. Ég vil helst trúa því að þetta sé vitleysa og foreldrarnir séu saklausir," segir blaðamaðurinn. Madeleine McCann Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs. Blaðið hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Gerry segir fullyrðingarnar vera rógburð. Blaðið Tal & Qual fullyrti að lögreglan ynni samkvæmt þeirri kenningu að McCann hjónin hefðu óvart gefið stúlkunni ofskammt af lyfjum. Síðan hefðu þau hylmt yfir andlátið og losað sig við lík stúlkunnar. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er algjör vitleysa, eintómar getgátur, tómt rugl. Þetta er ótrúlega særandi. Jafnvel þótt einhver gæti ímyndað sér þetta þá eru engar sannanir," sagði Gerry í samtali við fjölmiðla. „Lögreglan telur að foreldrarnir hafi myrt Madeleine," var skrifað á forsíu Tal & Qual. Blaðamaðurinn sagði að ekki ætti að ýta til hliðar þeirri tilgátu að litla telpan hafi látist vegna ofnotkunar lyfja. Annað dagblað greindi frá því að blóðblettir hefðu fundist í bíl sem foreldrarnir höfðu tekið á leigu. Bæði blöðin sögðu að upplýsingar þeirra kæmu frá hátt settum lögreglumönnum. Gerry sagði að honum hryllti við ef portúgölsk yfirvöld væru að leka upplýsingum um rannsóknina. Portúgölsk yfirvöld stærðu sig af því að geta haldið rannsóknarupplýsingum leyndum. Blaðamaður Tal & Qual segist ekki geta upplýst hver heimildarmaður hennar sé en hann sé nátengdur rannsókninni. „Þetta er ekki mín persónulega skoðun. Ég vil helst trúa því að þetta sé vitleysa og foreldrarnir séu saklausir," segir blaðamaðurinn.
Madeleine McCann Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira