Erlent

Unglingsstrákur handtekinn vegna morðs á ellefu ára dreng

Foreldrar hins ellefu ára Rhys Jones á staðnum í þar sem hann var myrtur
Foreldrar hins ellefu ára Rhys Jones á staðnum í þar sem hann var myrtur
Sextán ára drengur hefur verið handtekinn vegna morðsins á ellefu ára breskum dreng í Liverpool á miðvikudaginn. Hinn myrti hafði verið að spila fótbolta með vinum sínum og var á leið heim þegar hann var skotinn í hálsinn. Móðir drengsins hélt á honum í 90 mínútur á meðan sjúkraliðar reyndu að endurlífga hann.

Lögregla hafði áður beðið aðmenning um að upplýsa hver morðinginn væri, en hún taldi sig vita að fólk í hverfinu þekkti hann. Tveir unglingsstrákar, fjórtán og átján ára voru handteknir í kjölfarið, en þeim var sleppt í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×