Erlent

Gaf forsætisráðherranum fingurinn

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. MYND/AFP

Lögreglan í Japan handtók í morgun mann eftir að hann sagaði af sér litla fingur og sendi hann í pósti til Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins.

Maðurinn tilheyri hópi hægri öfgamanna en með athæfi sínu vildi hann mótmæla ákvörðun Shinzo Abe að mæta ekki á hina árlega minningarathöfn í Tokyo í síðustu viku sem helguð er þeim er féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Maðurinn taldi að hinn afsagaði fingur myndi vekja athygli yfirvalda á mótmælunum.

Mörg nágrannaríki Japans hafa lengi gagnrýnt minningarathöfnina í Tokyo og líta á hana sem tákn um yfirgang Japana í seinni heimsstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×