Erlent

Um 20 láta lífið í sjálfsmorðsárás í Írak

Frá sjálfsmorðsárás í Írak í síðasta mánuði.
Frá sjálfsmorðsárás í Írak í síðasta mánuði. MYND/AFP

Að minnsta kosti 20 létu lífið og 40 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Írak í morgun. Árásarmaðurinn ók tankbíl hlöðnum eldsneyti beint á lögreglustöð.

Árásin átti sér stað í bænum Baiji um 180 kílómetra fyrir norðan Bagdad, höfuðborg landsins. Að sögn lögregluyfirvalda ók maðurinn bílnum beint á inngang lögreglustöðvarinnar með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×