Ný tungumál væntanleg 20. ágúst 2007 15:30 Gunnar Þór Jakobsson er einn þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni. MYND/GVA Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu. Vísindi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu.
Vísindi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira