Erlent

Rannsaka sannleiksgildi myndbands sem sýnir aftöku

Yfirvöld í Rússlandi rannsaka nú hvort að myndband sem sýnir hægri öfgamenn taka tvo menn af lífi sé raunverulegt. Myndbandið var upphaflega sett á Netið en hefur nú verið fjarlægt. Í myndbandinu heilsa böðlarnir að sið þýskra nasista áður en þeir afhöfða annan manninn og skjóta hinn.

Í myndbandinu segjast mennirnir tveir vera frá sjálfstjórnarlýðveldinu Dagestan og hinn frá Tajikistan í suðurhluta Rússlands. Ofbeldi gagnvart fólki frá Kákasushéruðunum hefur farið vaxandi í Rússlandi á undanförnum árum. Hópur sem kallir sig Þjóðernishreyfingu Rússlands hefur lýst ábyrgð á verknaðinum.

Rússnesk lögregluyfirvöld hafa hafið rannsókn á málinu en ekki liggur fyrir hvort myndbandið sé raunverulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×