Erlent

Missti fótinn en tók ekki eftir því

MYND/Getty

Japanskur mótorhjólamaður sem lenti í slysi á hjóli sínu áttaði sig ekki á því að hann hafði misst fótlegginn fyrr en hann hafði ekið áfram um tveggja kílómetra leið.

Maðurinn, sem er 54 ára gamall skrifstofumaður var í mótorhjólaferð með félögum sínum þegar hann rakst á umferðartálma. Hann segist hafa fundið fyrir gífurlegum sársauka í löppini en þrátt fyrir það ók hann áfram að næstu gatnamótum. Það var þá sem hann uppgötvaði, að af var fóturinn.

Manninum var komið á sjúkrahús en læknum tókst ekki að græða fótinn aftur á, að því er Reuters greinir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×