Erlent

Mattel innkallar milljónir leikfanga

MYND/Getty

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Mattel hefur innkallað níu milljónir leikfanga sem framleiddar voru í Kína. Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem fyrirtækið neyðist til að innkalla leikföng í milljónavís. Um er að ræða leikföng sem talin eru innihalda blý auk þess sem að í sumum leikfangana séu lítil segulstál sem reynt geta hættuleg börnum.

Á meðal leikfanga sem inkölluð hafa verið má nefna Batman og Barbie auk þess sem leikföng tengd teiknimyndinni Bílar hafa einnig verið tekin úr umferð. Mattel ítrekar þó að engin slys hafi hlotist af leikföngunum. Í síðustu viku þurfti að inkalla leikföng frá dótturfyrirtæki Mattel, Fisher Price sem einnig voru framleidd í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×