Erlent

Gul lofar áframhaldandi aðskilnaði

MYNd/Getty

Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi AK flokksins í Tyrklandi lofaði því í dag að stjórnmál og trúarbrögð verði áfram aðskilin í landinu, nái hann kjöri.

Gul, sem er fyrrverandi islamisti, var einnig tilnefndur í vor við lítinn fögnuð veraldlega þenkjandi stjórnarandstæðinga og hers, sem tókst að koma í veg fyrir framboð hans þá. Nú hefur AK flokkurinn ákveðið að bjóða Gul fram að nýju.

Í ræðu í dag sagði Gul að aðskilnaðaður trúar og stjórnmála væri ein af þeim grundvallarreglum sem hann færi eftir og að menn þyrftu því engar áhyggjur að hafa af því að Tyrkland færist nær því að verða íslamískt ríki í framtíðinni verði Gul næsti forseti landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×