Erlent

Gin- og klaufaveiki mögulega komin upp á fjórða bænum

Yfirdýralæknirinn í Bretlandi segir grun um gin- og klaufaveiki á fjórða bænum í Kent. Í samtali við BBC vildi Debby Reynolds ekki gefa upp hvar bærinn er, en sagði að öryggissvæði hafi verið afgirt kringum hann. Beðið er niðurstöðu úr rannsóknum á nautgripum á bænum, en Reynold benti á að margt væri líkt með þessu máli og öðru sem kom upp í síðustu viku þegar grunur um smit á bæ í Surrey reyndist rangur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×