Erlent

Hundruð farast í flóðum í Norður-Kóreu

MYND/AP

Hundruð manna eru sögð hafa látist í flóðum í Norður-Kóreu sem tengjast árlegum rigningum þar í landi. Eftir því sem ríkisútvarp Norður-Kóreu greinir frá hafa tugþúsundir hektara ræktarlands eyðilagst í flóðunum og um 30 þúsund heimili.

Bæði stjórnvöld í Suður-Kóreu og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa sent neyðarbirgðir til landsins en mikil fátækt er í Norður-Kóreu. Sams konar flóð urðu í landinu í fyrra og er talið að hundruð manna hafi einnig látist þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×