Erlent

Tveimur suðurkóreskum gíslum sleppt í dag

Tveimur af gíslunum 21 frá Suður-Kóreu sem talibanar rændu fyrir rúmum þremur vikum í Afganistan verður sleppt úr haldi í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni talibana að tvímenningarnir séu veikir og munu þeir því koma fólkinu í hendur Rauða krossins um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Mannræningjarnir hafa hingað til ekki viljað sleppa neinum af gíslunum, sem eru kristinboðar, en þeir hafa þegar drepið tvo gíslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×