Erlent

Rove á förum úr Hvíta húsinu

Karl Rove, einn helsti póltíski ráðhgjafi George Bush Bandaríkjaforseta ætlar að segja af sér á næstu dögum ef marka má blaðaviðtal sem birtist í dag. Þar segir Rove, sem oft hefur verið sagður einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu nú um stundir, segir að það sé tímbært að hætta, hann verði að hugsa um hag fjölskyldu sinnar.

Karl Rove hefur verið hægri hönd George Bush alla tíð síðan Bush tilkynnti um framboð sitt í stól ríkisstjóra í Texas árið 1993.

Viðtalið við Rove birtist í Wall Street Journal í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×