Erlent

Prestur og kirkjugestir skotnir í messu

Prestur og tveir kirkjugestir voru skotnir til bana þegar byssumaður hóf skothríð í kirkju í Missouri fylki í Bandaríkjunum í gær. Fjöldi annarra kirkjugesta særðist í árásinni. Að sögn lögreglu sendi maðurinn öll börn út úr kirkjunni, en hélt á milli 25 og fimmtíu manns í gíslingu þegar lögreglu bar að. Eftir tíu mínútna samningaviðræður við manninn læddust lögreglumenn inn um kjallara hússins, og gafst maðurinn þá upp. Byssumaðurinn hafði deginum áður lent í útistöðum við fjölskyldu í kirkjunni og er það talið eiga þátt í árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×