Laun hækka og miðaverð líka Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 18:33 Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. Nær sumarlangri bið knattspyrnuþyrstra lauk í gær þegar bolta var fyrst sparkað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meðan beðið var skiptu miklar fjárhæðir um hendur um leið og leik menn færðu sig milli liða. Á sama tíma hafa laun þeirra hækkað og engar vísbendingar um að það breytist. Richard Scudamore, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, spáir því að innan þriggja ára verði vikulaun þeirra í deildinni sem mest fái tvö hundruð þúsund pund, jafnvirði tæplega tuttugu og sjö milljóna króna. Það er um níu milljónum króna meira en það sem mest er greitt í laun nú. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir stuðningsmenn að fylgjast með sínum mönnum á skjánum og enn dýrara að fara á völlinn. Duncan Adams, knattspyrnuáhugamaður sem skrifað hefur bók um fjármál félaga í úrvalsdeildinni, segir að þegar horft sé til þess að bestu sæti á heimavelli Arsenal kosti 94 pund sem sé meira en kosti að fljúga á leik hjá Barcelona frá Engalandi þá sé eitthvað að. Miðaverð mun almennt vera á bilinu þrjátíu til hundrað pund, jafnvirði fjögur til þrettán þúsund króna. Það þykir mörgum Breta dýrt. Aðsókn á leiki fór að minnka fyrir fimm árum en jókst aftur nokkuð í fyrr án þess þó að ná sömu hæðum og 2002 þegar hátt í fjórtán milljón manns fóru á völlinn á Englandi. Sum lið óttuðust það að auð sæti yrðu áberandi í beinum útsendingum þennan veturinn fækkaði gestum enn frekar. Því ákváðu tólf lið að halda sama verði á miðum áfram en Wigan fór þá leið að lækka verð á miðum. Það segir talsmaður Arsenal ef til vill eðlilegt. Mörg lið neðarlega í deildinni hafi að hans mati verðlagt sig of hátt. Þegar horft sé til þess hvar liðin hafi lent í deildinni og aðstöðu sem sé ekki eins góð hjá Arsenal þurfi að spyrja hvort þetta sé of dýrt. Það þurfi þessi lið að réttlæta og færa rök fyrir. Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. Nær sumarlangri bið knattspyrnuþyrstra lauk í gær þegar bolta var fyrst sparkað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meðan beðið var skiptu miklar fjárhæðir um hendur um leið og leik menn færðu sig milli liða. Á sama tíma hafa laun þeirra hækkað og engar vísbendingar um að það breytist. Richard Scudamore, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, spáir því að innan þriggja ára verði vikulaun þeirra í deildinni sem mest fái tvö hundruð þúsund pund, jafnvirði tæplega tuttugu og sjö milljóna króna. Það er um níu milljónum króna meira en það sem mest er greitt í laun nú. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir stuðningsmenn að fylgjast með sínum mönnum á skjánum og enn dýrara að fara á völlinn. Duncan Adams, knattspyrnuáhugamaður sem skrifað hefur bók um fjármál félaga í úrvalsdeildinni, segir að þegar horft sé til þess að bestu sæti á heimavelli Arsenal kosti 94 pund sem sé meira en kosti að fljúga á leik hjá Barcelona frá Engalandi þá sé eitthvað að. Miðaverð mun almennt vera á bilinu þrjátíu til hundrað pund, jafnvirði fjögur til þrettán þúsund króna. Það þykir mörgum Breta dýrt. Aðsókn á leiki fór að minnka fyrir fimm árum en jókst aftur nokkuð í fyrr án þess þó að ná sömu hæðum og 2002 þegar hátt í fjórtán milljón manns fóru á völlinn á Englandi. Sum lið óttuðust það að auð sæti yrðu áberandi í beinum útsendingum þennan veturinn fækkaði gestum enn frekar. Því ákváðu tólf lið að halda sama verði á miðum áfram en Wigan fór þá leið að lækka verð á miðum. Það segir talsmaður Arsenal ef til vill eðlilegt. Mörg lið neðarlega í deildinni hafi að hans mati verðlagt sig of hátt. Þegar horft sé til þess hvar liðin hafi lent í deildinni og aðstöðu sem sé ekki eins góð hjá Arsenal þurfi að spyrja hvort þetta sé of dýrt. Það þurfi þessi lið að réttlæta og færa rök fyrir.
Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira