Erlent

Danir skjóta peningum undan skatti

MYND/365

Danir vilja síður gefa allar sínar tekjur upp til skatts ef marka má nýlega rannsókn sem samtökin Dansk Industri létu gera. Samkvæmt henni liggja að meðaltali um 11 þúsund danskar krónur í beinhörðum peningum á hverju heimili í Danmörku. Þetta jafngildir um 120 þúsund íslenskum krónum.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru peningarnir oftar en ekki afrakstur svartrar atvinnustarfsemi. Eigendur þeirra vilja síður leggja þá inn á bankareikning af ótta við að skatturinn komi höndum sínum yfir þá.

Í flestum tilvikum er um að ræða 500 og 1.000 krónu seðla sem fólk hefur sankað að sér með ýmsum hætti. Samkvæmt danska Seðlabankanum hefur fjöldi 500 krónu seðla í umferð aukist um helming frá árinu 2003.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×