Erlent

Berjast gegn óhreinum veitingastöðum

Vilja bæta hreinlæti fyrir Ólympíuleikana.
Vilja bæta hreinlæti fyrir Ólympíuleikana. MYND/AFP

Kínversk stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn óhreinlæti á veitingastöðum til að koma í veg fyrir matareitrun og hvers konar sýkingar. Herferð stjórnvalda er liður í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking á næsta ári.

Í nýrri reglugerð sem kynnt var í morgun er veitingahúseigendum gert að gera fjölmargar breytingar með það fyrir augum að draga úr óhreinlæti á veitingahúsum. Ennfremur er hvatt til þess að dregið verði úr notkun matprjóna en framleiðsla á þeim á sök á eyðingu stórra skógarsvæða í Kína.

Óhreinlæti á veitingahúsum hefur verið viðvarandi vandamál í Kína um langt skeið og fáar reglur í gildi varðandi meðhöndlun matvæla. Með hinni nýju reglugerð vonast kínversk stjórnvöld að koma megi í veg fyrir að þeir fjölmörgu ferðamenn sem heimsækja munu landið á næsta ári vegna Ólympíuleikanna fái matareitrun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×