Erlent

Borga tólf milljarða króna í bætur vegna flóða

Eigandi þessa bíls er vonandi tryggður.
Eigandi þessa bíls er vonandi tryggður. MYND/AFP

Tryggingafyrirtækið Allianz gerir ráð fyrir því að bætur vegna flóðanna í Englandi í síðasta mánuði muni kosta fyrirtækið um tólf milljarða króna. Þá mun fyrirtækið einnig þurfa að borga bætur vegna flóða í Þýskalandi upp á tæpa fimm milljarða króna.

Flóðin í Englandi í síðasta mánuði voru þau verstu í yfir sextíu ár. Stór svæði fóru undir vatn og meira en 350 þúsund manns þurftu að flýja heimili sín. Gloucesterskíri varð verst úti í flóðunum og urðu fjölmörg íbúðarhús fyrir vatnstjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×