Erlent

Barn féll fjóra metra og lifði af

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. MYND/PJ

Tveggja ára gamall danskur drengur féll fjóra metra út um opinn eldhúsglugga í fjölbýlishúsi í Kaupmannahöfn í gær án þess að skaðast alvarlega. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en er ekki í lífshættu.

Drengurinn og móðir hans voru að elda mat við opinn glugga í eldhúsi í íbúð í fjölbýlishúsi í Norðurbrú í Kaupmannahöfn þegar atvikið átti sér stað. Skyndilega féll drengurinn út um gluggann og lenti á þaki geymsluskýlis um fjórum metrum neðar.

Hann var fluttur með flýti á sjúkrahús en er ekki í lífshættu að sögn lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×