Erlent

Fjórtán láta lífið í flugslysi

Flugvélin sem fórst.
Flugvélin sem fórst. MYND/AFP

Að minnsta kosti fjórtán létu lífið þegar farþegaflugvél, af gerðinni DeHavilland, hrapaði í sjóinn skammt frá Frönsku Pólinesíu í Kyrrhafinu í morgun.

Tuttugu voru um borð í vélinni og er sex enn saknað. Leit stendur enn yfir á hafsvæðinu þar sem vélin fór niður. Tólf þeirra sem hafa fundist látnir eru Frakkar og sendi Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, aðstandendum þeirra samúðarkveðjur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×