Erlent

Mætti ekki á friðarfund

Rúmlega sex hundruð pakistanskir og afganskir ætthöfðingjar komu saman á friðarfundi í Kabúl í morgun til að ræða hryðjuverk. Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, sem boðaður hafði verið á fundinn mætti ekki.

Utanríkisráðherra landsins sagði forsetann hafa hringt í forseta Afganistan og lýst yfir stuðningi við hann en gæti ekki sjálfur tekið þátt vegna skyldustarfa í Íslamabad, höfuðborg Pakistan. Fjölmiðlar halda því þó fram að Musharraf taki ekki þátt því fundurinn sem er styrktur af Bandaríkjamönnum, en Bandaríkjamenn sögðu nýlega að Pakistan hefði brugðist í baráttunni gegn hryðjuverkum. Í gær bárust svo þær fréttir að Musharraf hyggðist setja á neyðarlög í Pakistan en ástandið þar í landi hefur verið mjög ókyrrt undanfarnar vikur. Hundruð manna látist í sjálfsmorðsárásum eftir að umsátri stjórnarhersins um Rauðu moskuna lauk í byrjun síðasta mánaðar. Formaður ríkisstjórnarflokks Pakistans hefur vísað þeim fréttum bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×