Erlent

Gömul sprengja drepur fjóra

Zamboangaborg.
Zamboangaborg. MYND/AFP

Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldar sprakk í Zamboangaborg á Filippseyjum í morgun. Mennirnir sem létust voru sjómenn en þeir ætluðu sér að selja sprengjuna í brotajárn.

Sprengingin var gríðarlega öflug og skemmdust fjölmörg hús í nágrenni hennar. Mennirnir fjórir sem létust voru sjómenn en sprengjan kom í net þeirra rétt fyrir utan strönd landsins. Þeir ætluðu sér að saga sprengjuna í sundur og selja hana í brotajárn. Ekki vildi þó betur til en svo en að sprengja sprakk með fyrrgreindum afleiðingum.

Talið er að enn megi finna mörg hundruð virkar sprengjur frá tímum seinni heimsstyrjaldar á Filippseyjum. Þar fóru fram harðir bardagar milli hersveita Bandaríkjanna og Japans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×