Erlent

Þrír láta lífið í veðurofsa á Filippseyjum

Að minnsta kosti þrír létu lífið og 17 slösuðust þegar hitabeltisstormurinn Wutip gekk yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdi mikil úrkoma sem olli fjölmörgum aurskriðum. Þá flæddu ár yfir bakka sína og þurftu þúsundir manna að flýja heimili sín til að leita skjóls frá veðurofsanum.

Björgunarsveitir vinna nú að því koma hjálpargögnum til nauðstaddra en verst er ástandið í héruðunum í kringum Manila, höfuðborg landsins. Hitabeltisstormurinn Wutip stefnir nú í átt að Tævan en þar gekk annar stormur yfir fyrir aðeins fáeinum dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×