Erlent

Jarðskjálfti skekur Los Angelesborg

Skjálftinn átti upptök sín skammt frá úthverfinu Chatsworth í Los Angeles.
Skjálftinn átti upptök sín skammt frá úthverfinu Chatsworth í Los Angeles. MYND/AFP

Jarðskjálfti að styrk 4,5 á Richter skók Los Angelesborg í morgun en skjálftinn átti upptök sín um 51 kílómetra norðvestur af borginni. Innanstokksmunir hristust og myndir féllu af veggjum. Að öðru leyti olli skjálftinn engu tjóni.

Jarðskjálftar eru tíðir í Los Angeles og á hverju ári mælast þar hundruðir smáskjálftar. Skjálftinn í morgun átti upptök sín skammt frá úthverfinu Chatsworth en hverfið er meðal annars þekkt fyrir að vera miðstöð kynlífsiðnaðarins þar í borg.

Árið 1994 létust 57 manns og að minnsta kosti níu þúsund slösuðust þegar jarðskjálfti að styrk 6,7 ár Richter skók Los Angeles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×