Erlent

Neysla fólínsýru minnkar líkur á brjóstakrabbameini

Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru, sem ein tegund B-vítamíns. Þetta sýnir ný umfangsmikil rannsókn í Svíþjóð sem sænskir miðlar greina frá.

Fylgst var með um tólf þúsund konum yfir fimmtugu á tíu ára tímabili og á þeim tíma fengur 400 kvennanna brjóstakrabbamein. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að fimmta hver kona neytir nægilegrar fólínsýru sem samkvæmt lýðheilsuyfirvöldum í Svíþjóð eru 300 míkrógrömm á dag.

Það voru sérfræðingar við Háskólann í Lundi sem unnu rannsóknina en niðurstöður hennar er að finna í nýjasta hefti tímaritsins American Journal of Clinical Nutrition.

Ófrískum konum hefur verið ráðlagt að neyta fólínsýru til þess að koma í veg fyrir fósturskaða. Því íhuga sænsk stjórnvöld að bæta fólínsýru í mjöl. Hins vegar eru ekki allir á eitt sáttir um virkni vítamínsins því aðrar rannsóknir hafa sýnt að það auki hættuna á annars konar krabbameini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×