Erlent

Danskar dagmæður ósáttar við reykingabann

Dagmæður vilja fá að reykja á heimilum sínum.
Dagmæður vilja fá að reykja á heimilum sínum. MYND/Getty Images

Dagmæður í Danmörku eru ósáttar við ný reykingalög sem taka gildi þar í landi í næstu viku og hafa margar þeirra hótað að segja upp.

Samkvæmt nýju lögunum er dagmæðrum meinað að reykja á heimili sínu ef þær nýta það einnig undir starfsemi sína. Þetta þykir dagmæðrum vera óréttlátt og segja stjórnvöld vera með þessu að skipta sér af því hvað þær geri á sínu eigin heimili.

Um fimmtán þúsund dagmæður eru starfandi í Danmörku og passa þær daglega um sextíu þúsund börn. Margir óttast hópuppsagnir með tilheyrandi vandræðum fyrir foreldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×