Erlent

Fjörtíu og þrír láta lífið í flóðum í Víetnam

Um 500 manns létu lífið í flóðum af völdum hitabeltisstorma í Víetnam í fyrra.
Um 500 manns létu lífið í flóðum af völdum hitabeltisstorma í Víetnam í fyrra. MYND/AFP

Alls hafa fjörtíu og þrír látið lífið og þúsundir þurft að flýja heimili sín í mannskæðum flóðum í Víetnam. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vegir víða farið undir vatn.

Miklar rigningar hafa verið þar í landi að undanförnu í kjölfar hitabeltisstorma. Slíkir stormar eru algengir í Víetnam á þessum árstíma en í fyrra gengu tíu hitabeltisstormar yfir landið með þeim afleiðingum að um 500 manns létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×