Erlent

Níu láta lífið í átökum á Filippseyjum

Filippseyskir hermenn á eftirlitsferð keyra framhjá múslimskum skólabörnum.
Filippseyskir hermenn á eftirlitsferð keyra framhjá múslimskum skólabörnum. MYND/AFP

Níu filippseyskir hermenn létu lífið og tveir særðust í átökum milli stjórnarhersins og herskárra múslima á eyjunni Jolo í Filippseyjum í morgun. Hermennirnir voru á hefðbundinni eftirlitsferð þegar á þá var skyndilega ráðist.

Í síðasta mánuði féllu 14 sjóliðar í filippeyska hernum í svipaðir árás. Múslimar eru fjölmennir á eyjunni Jolo en átök blossuðu upp í síðasta mánuði eftir að hermenn hófu að safna skotvopnum af íbúum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×