Erlent

Bandaríkjamenn fordæma flugskeytaárás Rússa

Flugskeytið sem georgísk stjórnvöld segja að Rússar hafi skotið.
Flugskeytið sem georgísk stjórnvöld segja að Rússar hafi skotið. MYND/AFP

Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í morgun flugskeytaárás rússneskra herþotna á Georgíu síðastliðinn mánudag. Flugskeytið lenti án þess að springa á akri um sextíu og fimm kílómetra frá Tbilisi, höfuðborg Georgíu.

Rússnesk yfirvöld hafa hingað til neitað að árásin hafi átt sér stað en samskipti þeirra við stjórnvöld í Georgíu hafa verið stirð undanfarin ár þar sem Georgíumenn hafa í auknum mæli horft til Vesturveldanna um samstarf á ýmsum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×