Erlent

Teves verður ekki með á morgun

Argentínumaðurinn Carlos Teves verður ekki kominn með leikheimild á morgun þegar Manchester United mætir Chelsea í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í ensku knattspyrnunni.

Teves stóðst læknisskoðun hjá United í gær en áður en hann fær leikheimild þarf Manchester United að ganga frá ýmsum atriðum tengdum vistaskiptunum. Nú er reiknað með því að Teves leiki fyrsta leik sinn með United gegn Dunfermline á miðvikudag.

 

 


Tengdar fréttir

Teves ódýrasti framherjinn

Darren Bent sóknarmaður Charlton var seldur til Tottenham fyrir 16 milljónir punda. Það er átta sinnum hærri upphæð en West Ham fær fyrir Carlos Teves. Enn liggur ekki fyrir hvað Manchester United þarf að borga fyrir Argentínumanninn en nokkrir sóknarmenn hafa verið keyptir til liða í ensku úrvalsdeildinni í sumar fyrir miklu hærri fjárhæð en 2 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×