Erlent

Skátar fagna afmæli hreyfingarinnar

Skátahreyfingin fagnar í dag eitt hundrað ára afmæli. Íslenskir skátar sem staddir eru á alheimsmóti skáta í Englandi buðu upp á kjötsúpu í tilefni dagsins.

Tuttugu og átta milljónir skáta eru í heiminum en fjörtíu og tvö þúsund þeirra eru nú staddir á alheimsmóti skáta á Englandi. Þeir fögnuðu í dag hundrað ára afmæli skátahreyfingarinnar en þeirra á meðal eru um fjögur hundruð og fimmtíu íslenskir skátar. Þátttakendur á mótinu eru frá yfir eitt hundrað og sextíu löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×