Erlent

Hillary eykur forskot sitt

MYND/AFP

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og fyrrum forsetafrú, hefur aukið forskotið á helsta keppinaut sinn í forkosningum Demókrata ef marka má nýja skoðannakönnun sem birt var í dag. Könnunin var unnin af bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal í samvinnu við NBC sjónvarpsstöðina.

Hillary nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda úr röðum Demókrata en í síðustu könunn naut hún stuðnings 39 prósenta. Aðeins 22 prósent þeirra sem þátt tóku studdu helsta keppinaut Clinton, Barak Obama.

Í könnuninni kom einnig fram, að ef kosningarnar yrðu haldnar í dag, myndu Clinton og Obama bæði bera sigurorð af Rudolph Guiliani, líklegasta frambjóðanda Repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×