Erlent

Verður boðað til kosninga í Danmörku strax í haust?

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. MYND/AFP

Stjórnmálaskýrendur í Danmörku gera að því skóna að forsætisráðherra landsins, Anders Fogh Rasmussen, muni boða til kosninga strax í haust. Flokkur ráðherrans, Venstre, nýtur mikils fylgis í könnunum, efnahagur landsins er við góða heilsu og atvinnuleysi hefur ekki verið minna í þrjá áratugi.

Því er talið að Rasmussen muni freista þess að framlengja umboð sitt sem forsætisráðhera áður en ríkisstjórnin hefur kjaraviðræður við stéttarfélög opinberra starfsmanna þar í landi sem gert er ráð fyrir að hefjist í desember. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

Talsmaður Rasmussens, Michael Ulveman, sagði allt óráðið í þessum efnum enn sem komið er. Hann sagði aðeins eitt á hreinu, að kosningar verði haldnar fyrir janúarlok 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×