Erlent

Forsætisráðherra Spánar skoðar eyðilegginguna á Kanarí

Zapatero á blaðamannafundi á Kanaríeyjum í dag.
Zapatero á blaðamannafundi á Kanaríeyjum í dag. MYND/AFP

Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, er kominn til Kanaríeyja en hann mun skoða þá eyðileggingu sem hefur orðið vegna skógareldana sem hafa logað þar síðustu fimm daga. Meira en 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín á Gran Kanarí og Tenerife, þar sem eldarnir hafa brennt 35 þúsund hektara lands. Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum en þó ríkir enn hættuástand því að búist er við miklum hita á svæðinu næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×