Enski boltinn

Alan Curbishley áhugasamur um Smith

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/Gettyimages

Alan Curbishley, framkvæmdastjóri West Ham, hefur nú hafið viðræður við framherjann Alan Smith hjá Manchester United, í von um að krækja loksins í leikmanninn en Smith hefur verið lengi undir smásjá West Ham. Alan Smith er þó talinn vilja vera áfram á Old Trafford en hann hann getur nú valið á milli fjögurra liða eða Middlesbrough, Newcastle, Everton og nú West Ham.

Curbishley segist sjá Smith fyrir sér sem framherja, en það sé kostur að hann geti einnig spilað sem miðjumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×