Erlent

Mikið mannfall í Bagdad í dag

Fimmtán fórust í það minnsta á markaðstorgi í Bagdad í dag.
Fimmtán fórust í það minnsta á markaðstorgi í Bagdad í dag. MYND/AFP

Tvær mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í dag. Að minnsta kosti fimmtíu fórust þegar eldsneytistrukkur var sprengdur í loft upp eftir að fólk hafði safnast í kringum hann í von um eldsneyti í vesturhluta borgarinnar.

Þá sprengdi maður sig í loft upp á vinsælu markaðstorgi í borginni og fórust fimmtán manns í það minnsta og slösuðust tuttugu. Um sextíu manns slösuðust í sprengingunni við bensínstöðina, að því er innanríkisráðuneytið í Írak greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×