Erlent

Frétt um frelsun gísla dregin til baka

Faðir eins gíslins sem tekinn var af lífi syrgir son sinn.
Faðir eins gíslins sem tekinn var af lífi syrgir son sinn. MYND/Getty

Reuters fréttastofan hefur dregið til baka frétt þess efnis að hernaðaraðgerðir séu hafnar í Afganistan í því augnamiði að frelsa Suður kóresku gíslana sem talíbanar hafa haft í haldi tæpar tvær vikur. Engar aðgerðir munu vera hafnar. Fréttir af aðgerðunum voru hafðar eftir háttsettum embættismanni í Ghazni héraði í samtali við Reuters fréttastofuna.

21 Suður kóreskum kristniboða er haldið í gíslingu en talíbanar hafa þegar tekið tvo af lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×