Erlent

Danir senda friðargæsluliða til Darfur

Danmörk mun að öllum líkindum taka þátt í herliðinu sem er ætlað að gæta friðar í Darfur héraði í Súdan.  Þessu lofaði varnarmálaráðherra Dana, Sören Gade, eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu þangað.

Friðargæslulið Afríkusambandsins er fyrir í Darfur, en hefur ekki tekist að binda enda á óöldina þar.

Formaður utanríkisnefndar Þjóðarflokksins, sem er stuðningsflokkur minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins og hægriflokksins Venstre, þvertekur þó fyrir að danskir hermenn muni nokkurntíma stíga fæti á Súdanska jörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×