Erlent

Gíslarnir heilir á húfi

Suður Kóresku gíslarnir sem talibanar hafa í haldi í Afganistan eru á lífi, þrátt fyrir að enn einn fresturinn sem mannræningjarnir gáfu þarlendum stjórnvöldum til að sleppa talibönskum föngum hafi runnið út í morgun. Þetta fullyrða stjórnvöld í Afganistan.

Suður Kóreumennirnir 23 voru á ferð í rútu í Gasní héraði þegar þeim var rænt fyrir tveimur vikum síðan. Þeir voru í Afganistan á vegum kristilegra hjálparsamtaka.

Talibanarnir myrtu leiðtoga hópsins í síðustu viku, og í gær fannst svo blóðugt lík annars gíslsins.

Talsmaður mannræningjanna sagði við Reuters fréttastofuna í gær að gíslarnir væru allir veikir og að þeir hafi ekki lyf til að meðhöndla þá. Þá séu tvær kvennanna í hópnum svo veikar, að óvíst sé að þær lifi af.

Afgönsk yfirvöld hafa ekki útilokað möguleikann á því að valdi verði beitt til að frelsa gíslana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×