Erlent

Dick Cheney viðurkennir mistök

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna viðurkenndi í viðtali við Larry King Live í gær að hann hafi haft rangt fyrir sér þegar hann hélt því fram árið 2005 að stríðið í Írak væri á lokasprettinum. Þetta er afdráttarlausasta viðurkenning Cheneys á mistökum sínum hingað til. Þá sagði hann að hann tryði því að ákvörðunin um að ráðast inn í Írak og Afganistan hafi verið rétt, og að hann myndi gera það sama nú, þó að hann vissi að rúmlega þrjú þúsund bandarískir hermenn myndu láta lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×