Erlent

Geymdi lík fjögurra fyrirbura á heimili sínu

Líkamsleifar fjögurra fyrirbura fundust í plastpokum á heimili 37 ára gamallar konu í Maryland fylki í Bandaríkjunum í gær. Konan var flutt á spítala með miklar blæðingar og krampa, og komust læknar að því að hún hefði verið ófrísk. Því var leitað á heimili hennar. Þar fannst lík nýjasta barnsins vafið í teppi. Tvö önnur fundust svo í plastpoka í kistli í svefnherbergi konunnar. Stuttu seinna fannst það fjórða í húsbíl hennar. Öll barnanna voru fyrirburar, en ekki er vitað hvernig þau létust. Fyrir á konan fjögur önnur börn á unglingsaldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×