Erlent

Farsímar notaðir til að lýsa skurðaðgerð

Skurðlæknar í Argentínu notuðu ljós frá farsímaskjám til að lýsa skurðstofu, þegar þeir þurftu að fjarlægja botnlanga sjúklings í rafmagnsleysi á laugardaginn.Hinn 29 ára Leonadro Molina lá á skurðarborðinu þegar rafmagnið fór af Policlinico spítalanum í Villa Mercedes. Ættingi mannsins safnaði saman farsímum nærstaddra notaði þá til að lýsa skurðarborðið. Rafmagnið komst á klukkutíma síðar, og var deyfingin þá að hverfa úr líkama mannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×