Erlent

Deilt um vegaframkvæmdir í Póllandi

Innan Evrópusambandsins er íhugað að leggja lögbann við vegaframkvæmdir í Póllandi sem ógnað gætu friðuðu lífríki. Vegurinn sem á að tengja borgirnar Varsjá og Helsingi liggur í gegnum Rospuda-dalinn - mólendi þar sem fágætar plöntur og dýr þrífast. Vegaframkvæmdir hafa legið niðri í sumar til að spilla ekki fuglavarpi á svæðinu en ráðgert er að hafist verði handa aftur 1. ágúst næstkomandi.

Stjórnvöld í Póllandi halda því fram að lífríki Rospuda-dalsins sé í engri hættu því brú verði lögð yfir dalinn en ekki vegur á jörðu niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×