Erlent

Íranar beittir þrýstingi

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands og George Bush forseti Bandaríkjanna telja mikilvægt að beita Írana þrýstingi til að koma í veg fyrir frekari kjarnorkuáætlanir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra í Camp Davíd í Bandaríkjunum í dag.

Brown kom til Bandaríkjanna í gær í fyrsta sinn eftir að hann varð forsætisráðherra Bretlands og er markmið heimsóknarinnar að styrkja sambandið milli ríkjanna tveggja. Málefni Mið Austurlanda, stríðið í Írak og ástandið í Darfur í Súdan voru meðal helstu umræðuefna á fundum Brown og Bush Bandaríkjaforseta í dag.

Á blaðamannafundi í dag hrósaði Brown Bandaríkjaforseta fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum. Hann vísaði á bug öllum vangaveltum um að samband milli ríkjanna tveggja hefði kólnað eftir að Tony Blair fyrrverandi forsætisráðhera Bretlands lét af embætti. Brown hyggst funda með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki Moon og flytur ávarp á allsherjarþinginu í New York í lok vikunnar.

Eldri frétt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×